Hótelbygging á 42 sekúndum

Fosshótel á Höfðatorgi er 19 hæðir og tók 20 mánuði …
Fosshótel á Höfðatorgi er 19 hæðir og tók 20 mánuði í byggingu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Halldór Halldórsson setti í október árið 2013 myndavél í gang til að taka upp framvindu uppbyggingarinnar á Fosshótelinu sem var opnað nú í júní, en það er á 19 hæðum og er stærsta hótel landsins. Á þeim 20 mánuðum sem upptakan var í gangi tók hún alls um 50 þúsund myndir, en Halldór setti svo afraksturinn saman í 42 sekúndna myndband sem má sjá hér neðar.

Í samtali við mbl.is segir Halldór að hann hafi í upphafi þurft að giska á hvernig hann ætti að setja myndavélina upp, en hann var ekki viss nákvæmlega hvernig byggt yrði eða hversu hátt hótelið yrði. Hann tengdi litla tölvumyndavél við eina tölvu og beindi henni út um gluggann á fimmtu hæð á Höfðatorgi, þar sem hann vinnur hjá Reiknisstofu bankanna. Tekin var mynd á 10 mínútna fresti allan tímann, en til að gera myndbandið notaði Halldór aðeins þær myndir sem voru teknar á hádegi.

Hann tekur jafnframt fram að það vanti 2-3 mánuði inn í myndbandið, en þá klikkaði tæknibúnaðurinn og hætti að taka myndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK