Stefnan í póstkassanum hjá Björgólfi

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Ásdís

Nokkur fjöldi hefur skráð sig í málsóknarfélagið sem hefur höfðað mál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni en Jóhannes Bjarni Björnsson, eigandi Landslaga, sem sér um málsóknina, vill þó ekki gefa upp heildarfjölda félagsmanna að svo stöddu.

Málið verður þingfest þann 27. október næstkomandi í héraðsdómi Reykjavíkur. 

Líkt og fram hefur komið gekk erfiðlega að birta Björgólfi stefnuna í sumar. Ekki tókst að hafa upp á honum að sögn Jóhannesar og neitaði lögmaður hans, Reimar Pétursson, meðal annars að taka við stefnunni. Í lok ágúst tókst hins vegar að birta honum stefnuna á skráðu lögheimili hans í Bretlandi.

Birtingin fór fram í gegnum utanríkisráðuneytið og var stefnan einfaldlega skilin eftir í póstkassanum líkt og heimilt er í Bretlandi.

Eins og fram hef­ur komið telja stefnendur málsins að Björgólf­ur hafi með sak­næm­um hætti komið í veg fyr­ir að hlut­haf­ar Lands­bank­ans fengju upp­lýs­ing­ar um um­fangs­mikl­ar lán­veit­ing­ar gegn hon­um og einnig að hann hafi brotið gegn regl­um um yf­ir­töku.

Björgólf­ur hefur hins vegar sagt hóp­mál­sókn­ina vera gróðabrall lög­manna og kall­að málið aug­lýs­inga­skr­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK