„Björgólfur ætti að skammast sín“

Róbert Wessman.
Róbert Wessman. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ástæður þess að ég hafði ekki lengur áhuga að starfa með Björgólfi Thor og hans viðskiptafélögum var augljós. Viðskiptasiðferði þeirra er með þeim hætti að ég kærði mig ekki um að vera viðloðandi það lengur. Einhverjar aðrar eftiráskýringar hans hafa enga merkingu,“ segir í yfirlýsingu frá Róberti Wessman, forstjóra Alvogen, vegna ummæla Björgólfs Thors Björgólfssonar, á vefsíðu sinni í dag um starfslok Róberts hjá Actavis.

„Allir vita að Björgólfur Thor átti eignarhlut í fjölda fyrirtækja hér á landi sem fóru í þrot. Hann átti sem viðskiptamaður og einn stærsti eigandi Landsbankans sinn þátt í hruni krónunnar, með afleiðingum fyrir land og þjóð sem við erum enn öll að að vinna okkur út úr,“ segir Róbert.

Hann segir að öllum megi jafnframt vera ljóst, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda öðru fram, hafi Björgólfur Thor ekki gert upp nema örlítið brot af skuldum sínum og sinna fyrirtækja. „Það er því hjákátlegt og beinlínis vandræðalegt þegar því er haldið fram af hans hálfu að aðrir hafa ekki staðið skil á skuldum sínum,“ segir Róbert.

„Að mínu mati ætti Björgólfur Thor að hafa vit á að skammast sín fyrir sinn þátt í að koma Íslendingum í þann fjárhagslegan vanda sem raunin varð, og hætta að reyna að endurskrifa söguna sér í hag. Það sjá allir í gegnum það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK