Hyggjast selja hlut sinn í Austur

Kamran Keivanlou og Gholamhossein Mohammad Shirazi, eigendur Alfacom ehf. sem á 50% hlut í skemmtistaðnum Austur, ætla að selja hlut sinn í staðnum. Kamran staðfestir þetta í samtali við mbl.is og segir þá vera komna með gott boð frá líklegum kaupanda að hlutnum.

Deilur hafa staðið á milli eigenda Austur og staðfesti Hæstiréttur í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að meina þeim Kamran og Gholamhossein aðgang að húsnæði skemmtistaðarins en þeir eiga sæti í stjórn 101 Austurstrætis sem heldur utan um rekstur hans ásamt þeim Ásgeiri Kolbeinssyni og Kolbeini Péturssyni. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að taka yrði ákvarðanir um aðgang að húsnæðinu á stjórnarfundum sem ekki hafi verið gert.

Kamran segir í samtali við mbl.is að þeir hafi viljað fá aðgang að bókhaldi félagsins í húsnæði Austurs til þess að sanna fyrir yfirvöldum að Ásgeir hafi brotið lög með því að reka aðra starfsemi á staðnum samhliða rekstri skemmtistaðarins. Ásgeir hafi meinað þeim aðgang að húsnæðinu og látið skipta um lykla á því sem einnig hafi þurft samþykki stjórnarinnar. Þeir hlýti vitanlega dómi Hæstaréttar en ekki hafi þó verið tekið tillit til þessa atriðis í honum.

Kamran segir hins vegar þurfi þeir ekki þessi gögn lengur enda hafi innanríkisráðuneytið staðfest að brotið hafi verið gegn lögum í þessum efnum. Kamran segir þá félaga ekki ætla lengra með málið þar sem þeir ætli sem fyrr segir að selja hlut sinn í rekstrinum.

Fréttir mbl.is:

Hæstiréttur staðfestir Austurs-mál

Segir niðurstöðuna sýna fram á sök Ásgeirs

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK