Hæstiréttur staðfestir Austurs-mál

Miklar deilur hafa staðið um skemmtistaðinn Austur sem Ásgeir Kolbeinsson …
Miklar deilur hafa staðið um skemmtistaðinn Austur sem Ásgeir Kolbeinsson á að hluta. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Hæstiréttur staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að meina þeim Kamran Keivanlou og Gholamhossein Mohammad Shirazi aðgang að húsnæði skemmtistaðarins Austur. 

Þeir sitja í stjórn félagsins 101 Austurstræti ásamt þeim Ásgeiri Kolbeinssyni og Kolbeini Péturssyni. 101 Austurstræti heldur utan um rekstur Austurs. 

Í dóminum kemur m.a. fram að þeir vildu fá aðgang að hús­næðinu til þess að geta fengið í hend­ur bók­hald fé­lags­ins. Þá segir að Kamran hafi verið með lykla að húsnæðinu þar til í apríl 2014 þegar Ásgeir lét skipta um lás á hurðum staðarins.

Haft er eftir Ásgeiri og Kolbeini að Kamran hafi verið meinaður aðgangur að húsnæðinu sökum almennrar framkomu hans í garð starfsfólks skemmtistaðarins.

Líkt og áður segir sitja þeir allir í stjórn 101 Austurstrætis. Í dómi Hæstaréttar er tekið fram að taka þurfi ákvarðanir um málefni félagsins á formlegum fundum stjórnarinnar.

Ekki þótti sýnt fram á að stjórn félagsins hefði veitt þeim þessa formlegu heimild til aðgangs að húsnæðinu á stjórnarfundi, eða að hægt væri að styðja heimildina við samþykktir eða ályktanir hluthafafundar.

Kröfu þeirra var því hafnað

Dómur Hæstaréttar

Frétt mbl.is: Fá ekki aðgang að Austur

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK