Segir niðurstöðuna sýna fram á sök Ásgeirs

Ásgeir Kolbeinsson og Kamran Keivanlou hafa undanfarna mánuði deilt um …
Ásgeir Kolbeinsson og Kamran Keivanlou hafa undanfarna mánuði deilt um skemmtistaðinn Austur.

Kamran Keivanlou, eigandi Alfacom ehf. og þar með 50% eigandi skemmtistaðarins Austur, segir að Ásgeir Kolbeinsson, hinn eigandi skemmtistaðarins, fari með rangt mál þegar hann hafi sakað sig og viðskiptafélaga sína um að hafa beitt blekkingum til að fá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið til að fella úr gildi rekstrarleyfi skemmtistaðarins. Ásgeir og Kamran hafa um langt skeið deilt um Austur og hver sé réttmætur eigandi hans.

Segir Kamran að það hafi verið ákvörðun ráðuneytisins að fella rekstrarleyfið úr gildi eftir að þeir hafi komið með gögn sem hann segir að sýni fram á ólögmæta gjörninga Ásgeirs. Ítrekar hann að öll gögnin séu rétt og sönn og að ásakanir um annað séu rakalaus.

Mbl.is birti í kvöld fréttir um málið, en þar kom síðar fram að ráðuneytið hefði frestað því að framfylgja úrskurðinum, meðal annars vegna þess að Ásgeiri ætti að gefast tími til að mótmæla og koma á framfæri sinni hlið málsins. Ítrekar Kamran að ráðuneytið hafi þrátt fyrir það komist að þeirri niðurstöðu að Ásgeir hafi brotið af sér og þess vegna hafi rekstrarleyfi staðarins verið tekið til baka. Frestun því að framfylgja úrskurðinum breyti ekki niðurstöðu málsins.

Frétt mbl.is: Rekstrarleyfi Austurs fellt úr gildi

Frétt mbl.is: Austur fær að starfa áfram

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK