Telja íslenskan bar vera eftirhermu

Frá The Dead Rabbit í NYC.
Frá The Dead Rabbit í NYC. Mynd af Facebook

Írski barinn Dead Rabbit verður opnaður í Austurstræti í febrúar. Fréttirnar hafa borist til eyrna bareigenda í New York sem reka stað undir sama nafni og eru ekki sáttir. „Þeir voru ekki að finna upp hjólið og ekki við heldur,“ segir Andrés Björnsson, annar eigandi Dead Rabbit í Austurstræti.

Austurstræti verður sífellt alþjóðlegra þar sem enskan, bandarískan og írskan bar verður þá að finna í götunni. Staðurinn verður opnaður í húsnæði Brooklyn Bar, eða þar sem Subway var einu sinni til húsa, að Austurstræti 3.

Þeir Andrés og Ómar Ingimarsson áttu einnig Brooklyn Bar en sá var heldur skammlífur og aðspurður segir Andrés að hugmyndin á bak við þann stað hafi einfaldlega ekki gengið upp. Því var ákveðið að reyna eitthvað nýtt.

Eiga ekki einkarétt á nafninu

Andrés segir að gamaldags írsk stemning verði ríkjandi á staðnum. „Við verðum með mikið af gömlum munum og það á að verða huggulegt að setjast þarna inn,“ segir hann. Lifandi tónlist verður á staðnum sem verður opinn frameftir um helgar. Þá verður boðið upp á mikið úrval af bjór og viskíkokteilum að írskum sið.

En líkt og áður segir er staður sem nefnist The Dead Rabbit einnig rekinn í New York. Eigendur birtu á dögunum mynd af húsnæði samnefnda barsins í Austurstræti með yfirskriftinni: „Vorum við búin að segja ykkur frá barnum sem við erum að opna í Reykjavík? Það er ástæða fyrir því. Við erum ekki að opna hann.“ Þá eru viðskiptavinir varaðir við því að um eftirlíkingu sé að ræða.

Andrés segir eigendur Dead Rabbit ekki hafa sett sig í sambandi við sig en bætir við að þeim sé það velkomið. „Þeir eiga engan einkarétt á þessu nafni,“ segir Andrés.

Nafnið á rætur að rekja til írsks gengis í New York á nítjándu öld sem öðlaðist frægð að nýju í kvikmyndinni „Gangs of New York“ eftir Martin Scorsese. Nafnið hefur því augljósa tengingu fyrir írskan bar.

The Dead Rabbit í New York er nokkuð þekktur og nefndi Business Insider hann meðal annars „besta barinn í Bandaríkjunum árið 2014“. Staðurinn er vinsæll áningarstaður fjármálafólks frá Wall-Street eftir vinnu.

Býr Ísland við undantekningar?

Nokkuð margir hafa gert athugasemd við færslu barsins á Facebook. Einn segist hafa tekið eftir Sushi Samba á Íslandi og spyr hvort Ísland búi við einhverjar undantekningar frá almennri einkaleyfavernd.

Líkt og áður hefur komið fram stóðu lengi deilur um Sushi Samba í Þingholtsstræti eftir að eigandi samnefnds vörumerkis í New York gerði athugasemd við skráningu þeirra hjá Einkaleyfastofu. Úrskurður í málinu féll þó Sushi Samba í hag þar sem talið var að Sushi Samba hafi ekki verið þekkt vörumerki hér á landi þegar íslenski staðurinn var opnaður. Þá voru eigendur taldir hafa verið í góðri trú.

Andrés segir þá hafa vitað af staðnum í New York en bætir við að þeir séu ekki að herma eftir honum. Hugmyndafræðin á bak við Dead Rabbit í Austurstræti sé önnur og útlitið ólíkt.

Did we tell you about that bar we're opening in Reykjavik? Yeah, there's a reason for that. We're not opening one. Buyer beware, folks. Accept no imitation libations.

Posted by Dead Rabbit NYC on Monday, January 4, 2016The Dead Rabbit opnar í Austurstæti í febrúar.
The Dead Rabbit opnar í Austurstæti í febrúar. Mynd af Facebook
Austurstrætið er orðið nokkuð alþjóðlegt.
Austurstrætið er orðið nokkuð alþjóðlegt. Ljósmynd/Eignamiðlun
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK