Kanye West er stórskuldugur

Kanye West
Kanye West AFP

Rapparinn Kanye West, sem var að senda frá sér nýjustu plötu sína, segist vera stórskuldugur.

West játaði þetta á Twitter í dag fyrir 18,7 milljón fylgjendum. Þar sagðist hann skulda um 53 milljónir Bandaríkjadala, eða um 6,7 milljarða króna.

Ástæður vandræðanna liggja ekki fyrir en talið er að hluta megi að minnsta kosti rekja til ævintýra hans í tískubransanum. Hann gaf nýlega út tískulínuna Yeezy og í nýlegu viðtali sagðist hann hafa steypt sér í sextán milljóna dollara skuldir til þess að skapa sér nafn í bransanum.

West er kvæntur raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian en samkvæmt Forbes eru auðævi hennar metin á 52,5 milljónir dollara og jafnast því á við persónulegar skuldir West. Talið er að West sé metinn á um 100 milljónir dollara. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir