Hlutabréf VÍS féllu á arðleysisdegi

Hlutabréf VÍS féllu í Kauphöllinni í dag eða um tæp ellefu prósent og var þetta langmesta lækkun dagsins. Aðalfundi félagsins var í gær frestað um þrjár vikur vegna skorts á körlum.

Ein­ung­is einn karl var í fram­boði til stjórnar félagsins eftir að tveir kynbræður þeirra drógu sín framboð til baka. Voru þá fjór­ar kon­ur í framboði og hefði stjórnin þar með ekki uppfyllt lagakröfur um kynjakvóta.

Breytt og lægri arðgreiðslutillaga var samþykkt á fundinum í gær og munu hluthafar fá rúma tvö milljarða króna. Upphaflega stóð til að greiða fimm milljarða króna. Arðleysisdagur VÍS er í dag og skýrir það lækkunina að mestu leyti.

Dagurinn var heilt yfir rauður í Kauphöllinni og lækkuðu bréf flestra félaga. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,68 prósent og almenna hlutabréfavísitalan OMXI8 lækkaði um 1,01 prósent. Næst mest lækkuðu bréf N1, eða um 5,49 prósent, en arðleysisdagur félagsins er einnig í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK