Eggin nær helmingi dýrari í Leifsstöð

Verðmerking á páskaeggjum í fríhöfninni. Verðunum hefur nú verið breytt.
Verðmerking á páskaeggjum í fríhöfninni. Verðunum hefur nú verið breytt.

Páskaegg nr. 6 frá Nóa Siríus kostaði 3.990 kr. í Pure Food Hall í Leifsstöð og var því 48 prósentum dýrara en í Krónunni þar sem egg í sömu stærð kosta 2.699. Verðum á eggjunum var breytt í  morgun.

Nóa Siríus egg nr. 6 voru ódýrust í Krónunni í verðlagskönnun ASÍ þann 9. mars sl. en verðið á eggjunum í Leifsstöð var jafnvel hærra en í Samkaup Úrval þar sem eggin voru dýrust miðað við könnunina og kostuðu 3.389.

Eins og fram kom í frétt mbl.is um verð á páskaeggjum höfðu páskaegg hækkað í verði í öllum verslunum sem verðlagskönnunin náði til, nema í Víði, frá sambærilegri könnun sem gerð var á sama tíma í fyrra.

Þó voru allar verslanirnar sem könnunin náði til með lægri verð á páskaeggjum nr.6 og nr.7 frá Nóa Siríus en Pure Food Hall. Páskaegg nr. 4 kostaði 1990 kr. hjá Pure Food Hall. Nr. 6 kostaði 3.990 kr. og nr. 7 kostaði 4.990 kr. Þá kostuðu nr. 5, lakkrís-, karamellu-, Nóa kropps og mjólkurlaus páskaegg öll 2.990 krónur.

Margréti Mekkín Helgadóttur, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs LTR sem sér um Pure Food Hall, segir málið byggt á algerum misskilningi og að verðinu hafi verið breytt í kjölfar þess að blaðamaður mbl.is hafði fyrst samband í morgun.

„Við pössum gríðarlega vel upp á það að verðin séu ekki hærri en þau sem eru í bænum. Það eina sem háir okkur rosalega eru samningar við byrgja því það eru náttúrulega nokkur fyrirtæki í Reykjavík sem eru með mun betri samninga en við getum nokkurn tíma náð,“ segir Margrét.

„Oft á tíðum erum við að kaupa vörur sem eru í rauninni á dýrara verði en verið er að selja verslunum í Reykjavík. En verðlagið á að vera í lagi og er í lagi.“

Innt eftir upplýsingum um nýtt verðlag á páskaeggjum í Pure Food Hall kvaðst Margrét ekki í aðstöðu til að veita þær vegna páskafrís.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK