ÍLS selur 153 íbúðir fyrir 3,7 milljarða

Um var að ræða fimm af þeim fimmtán fasteignasöfnum sem ...
Um var að ræða fimm af þeim fimmtán fasteignasöfnum sem Íbúðalánasjóður hafi sett á sölu. Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúðalánasjóður og BK-eignir ehf. hafa náð samkomulagi um kaup þeirra síðarnefndu á 153 íbúðum samtals að fjárhæð 3,74 milljarðar af Íbúðalánasjóði og var samningur þar að lútandi undirritaður nú áðan. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í desember bauð Íbúðalánasjóður til sölu 15 eignasöfn fasteigna í opnu söluferli, en íbúðirnar eru víða um landið. Í þessu tilfelli er um að ræða sölu á 5 þessara eignasafna. Fjöldi íbúða í þessum eignasöfnum var 504 eignir og er því hér um að ræða um 30,4% eignanna sem til sölu voru.

Kaupsamningar vegna sölu annarra eignasafna sem í bárust skuldbindandi tilboð verða undirritaðir á næstu vikum í samræmi við skilmála söluferlisins.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir