Zuckerberg með lélegt lykilorð

Tölvuþrjótarnir skildu eftir sönnunargögn en þeir kalla sig OurMine Team.
Tölvuþrjótarnir skildu eftir sönnunargögn en þeir kalla sig OurMine Team. Skjáskot

Tölvuþrjótar brutust inn á samfélagsmiðlasíður sem Facebook-stofnandinn Mark Zuckerberg heldur úti. Þeir skildu eftir skilaboð á Twitter- og Pintrest-síðum hans til að sanna verkið og bentu á að lykilorðið hans væri heldur lélegt.

Þeir sem stóru að verkinu gáfu einnig upp hvernig þeir fóru að þessu. Árið 2012 var brotist inn í gagnagrunn LinkedIn og nýlega var um 1,6 milljónum lykilorða, sem þaðan voru tekin, lekið á netið. Lykilorð Zuckerberg var greinilega þar á meðal og svo virðist sem hann sé að nota það sama á nokkrum stöðum.

Lykilorðið sem Zuckerberg virðist mikið notast við er „dadada“.

Zuckerberg er þó ekki mjög virkur á Twitter og er síðasta færslan hans frá árinu 2012. Skilaboðunum sem tölvuþrjótarnir skildu hefur hefur verið eytt.

Zuckerberg hefur verið gagnrýndur fyrir lélegt lykilorð enda brýtur hann að minnsta kosti tvær öryggisreglur sem þykja mikilvægar: að nota ekki sama lykilorðið á mörgum síðum og að búa til flókið lykilorð sem inniheldur meðal annars tölustafi og hástafi.

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK