Gjaldþrotaskiptum er lokið hjá eignarhaldsfélaginu Kambi ehf. og fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur sem alls námu rúmum 767 milljónum króna.
Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl og var skiptum lokið 1. júlí sl.
Félagið var leigði út fasteignir, jarðvinnuvélar auk tækja til framleiðslu forsteyptra húseininga.
Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2007 hagnaðist það um 43,8 milljónir króna samanborið við 2,5 milljóna króna tap árið áður. Eignir félagsins námu 384 milljónum króna árið 2007 og félagið skuldaði 335 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi félagsins voru mestar skuldir þess í erlendum gjaldmiðlum.
Leiðrétt kl. 16:33: Í fyrri frétt sagði að gjaldþrotið væri hjá byggingarfélaginu Kambi er stóð m.a. að uppbyggingu á Akraneshæð. Gjaldþrotið er hjá öðru samnefndu félagi er sá um útleigu fasteigna og véla.