Með 3,2 milljarða í árslaun

Á síðasta ári kusu 92% hluthafa bankans með nýjum launasamningi …
Á síðasta ári kusu 92% hluthafa bankans með nýjum launasamningi JPMorgan við Dimon á árfundi bankans. Ári seinna var annað uppi á teningnum þegar að 38% hluthafanna kusu gegn samningnum. AFP

Framkvæmdastjóri bandaríska bankans JPMorgan Chase, Jamie Dimon, fékk launahækkun á síðasta ári upp á eina milljón Bandaríkjadali eða jafnvirði 113,9 milljóna íslenskra króna. Dimon er hæst launaði framkvæmdastjórinn á Wall Street en hann hlaut alls 28 milljón Bandaríkjadali í laun á síðsta ári eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna.

Ekki er gert ráð fyrir því að hluthafar í bankanum muni vera á móti launahækkun framkvæmdastjórans en á síðasta ári hagnaðist JPMorgan um 24,7 milljónir Bandaríkjadala og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri.

Á síðasta ári kusu 92% hluthafa bankans með nýjum launasamningi JPMorgan við Dimon á árfundi bankans. Ári seinna var annað uppi á teningnum þegar að 38% hluthafanna kusu gegn samningnum.

Hlutabréf JPMorgan hækkuðu um 29% í verði á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK