Viðsnúningur í tekjuafkomu ríkisins

Góð afkoma skýrist að mestu af 384,3 milljarða króna stöðugleikaframlagi …
Góð afkoma skýrist að mestu af 384,3 milljarða króna stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja á fyrsta ársfjórðungi 2016. mbl.is/Hjörtur

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera árið 2016 sé jákvæð um 416,8 milljarða króna eða 17,2% af landsframleiðslu. Til samanburðar var afkoman neikvæð um 18,5 milljarða króna árið 2015 eða 0,8% af lands­framleiðslu.

Þessi góða afkoma skýrist að mestu af 384,3 milljarða króna stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja á fyrsta ársfjórðungi 2016.

Tekjur hins opinbera námu um 1.415 milljörðum króna og jukust um 52% milli ára. Sem hlutfall af lands­framleiðslu mældust þær 58% samanborið við 42% árið 2015. Útgjöld hins opinbera voru 998,4 milljarðar króna 2016 eða 41,2% af landsframleiðslu ársins samanborið við 42,9% árið 2015.

Samkvæmt áætlun út frá greiðslutölum námu peningalegar eignir hins opinbera 51% af landsframleiðslu í árslok 2016 meðan áætlað er að heildarskuldir hins opinbera hafi verið 88%. Fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna lægra skuldahlutfall.

Út eru komin Hagtíðindi um fjármál hins opinbera árið 2016. Í því má finna talnalegt yfirlit um helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga. Áherslan er fyrst og fremst á hið opinbera en samsvarandi upplýsingar um undirgeira þess er að finna á vefsíðu Hagstofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK