Hawking ætlar út í geim

Stephen Hawking.
Stephen Hawking. AFP

Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking segist umsvifalaust hafa tekið boði Richard Branson um sæti í geimferju Virgin Galactic.

Í samtali við Good Morning Britain segist Hawking ávallt hafa dreymt um að fara út í geim. Þegar honum hafi loksins staðið það til boða hafi hann ekki þurft að hugsa sig tvisvar um. Svaraði hann játandi á stundinni.

Vonir standa til að fyrirtæki Richard Branson, Virgin Galactic, geti bráðlega hafið hópferðir út í geim. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að fyrsta ferðin yrði farin árið 2009 en því hefur seinkað af ýmsum sökum.

Miði út í geim með Branson kostar 250 þúsund Bandaríkjadali, eða 27 milljónir króna.

Frétt Business Insider.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK