Áhafnir BA á leið í verkfall

AFP

1.400 starfsmen British Airways ætla í tveggja vikna verkfall frá og með 1. júlí að sögn stéttarfélags þeirra en það er hluti af aðgerðum starfsfólksins eftir langar deilur við félagið um laun og réttindi. Að sögn stéttarfélagsins Unite neitaði BA að samþykkja síðasta tilboð starfsmanna, sem starfa um borð í farþegavélum, og því hefst verkfallið eftir rúmar tvær vikur.

Flugfélagið hefur gagnrýnt aðgerðirnar og sagt þær „öfgafullar og algjörlega óþarfi“.

Fyrst átti verkfallið að standa  yfir í fjóra daga og hefjast í dag en því hefur nú verið breytt og mun standa frá miðnætti 1. júlí til miðnættis 16. júlí.

Árið hefur verið nokkuð erfitt fyrir BA en hingað til hafa starfsmenn félagsins verið í verkfalli í 26 daga frá áramótum. Þá hafði tæknibilun hjá félaginu í síðasta mánuði áhrif á ferðir 75.000 farþega á nokkrum dögum. Talið er að félagið þurfi að greiða viðskipta­vin­um sín­um meira en 100 millj­ón­ir punda út af bil­un­inni eða því sem nem­ur 12.800 millj­örðum ís­lenskra króna í bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK