Sigurður til Íslenskra verðbréfa

Hjörvar og Sigurður.
Hjörvar og Sigurður. Aðsend mynd

Sigurður Hreiðar Jónsson hefur hafið störf sem verðbréfamiðlari hjá ÍV Markaðsviðskiptum og mun veita sviðinu forstöðu ásamt Hjörvari Maronssyni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskum verðbréfum.

Sigurður Hreiðar hefur mikla reynslu sem verðbréfamiðlari á íslenskum fjármálamarkaði með störfum sínum fyrir Kaupþing, Íslandsbanka og Straum/Kviku á undanförnum 15 árum.  Sigurður er vélfræðingur og með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hjörvar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá árinu 2008 í eignastýringu og markaðsviðskiptum.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir