Kynntu nýjan rafmagnsleigubíl

Það kannast flestir við svörtu leigubílana í Lundúnum.
Það kannast flestir við svörtu leigubílana í Lundúnum. Af Facebook-síðu The London Taxi Company

Búið er að afhjúpa útlit rafmagnsleigubílanna sem eiga að komast út á götur Lundúna í nóvember. Vonast er til þess að hönnun bílanna verði seld áfram til fleiri borga sem glíma við vandamál tengd mengun.

The Guardian segir frá.

Fyrirtækið London Taxi Company, sem hefur frá árinu 1948, verið með leigubílastarfsemi í Lundúnum mun skipta um nafn og heita London Electric Vehicle Company eða LEVC vegna rafbílavæðingarinnar. Nýi rafmangsleigubíllinn getur verið keyrður um 112 kílómetra á rafhlöðu og skiptir þá yfir í bensínvél.

Chris Gubbey, framkvæmdastjóri LEVC, kynnti hönnun rafmagnsleigubílsins í gær. Hann sagðist búast við því að eldri bílar fyrirtækisins, sem nota dísil sem eldsneyti, verði bannaðir fljótlega í Lundúnum vegna mengunar. „Þeir munu hverfa, þetta er leiðin áfram. En það verður ekki eins fljótlega og fólk heldur,“ sagði hann. Gubbey vonar að koma allt að 150 rafmangsleigubílum út á götur Lundúna fyrir áramót, og þeim fyrstu í nóvember.

Borgaryfirvöld í Lundúnum hafa gefið út að frá og með 1. janúar 2018 verði allir nýir svartir leigubílar í borginni að ganga fyrir rafmagni eða með möguleikann á að gefa frá sér engan útblástur. Miðað við þá reglu að svörtu leigubílarnir í borginni mega ekki vera eldri en 15 ára verða þeir bílar sem ganga fyrir dísil-eldsneyti farnir af vegum borgarinnar árið 2032.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir