Þörf á aðgerðum við Djúpalónssand

Aðstaða rútna og bíla við Djúpalónssand er talsvert vandamál.
Aðstaða rútna og bíla við Djúpalónssand er talsvert vandamál. Ljósmynd/Friðrik Brekkan

Hin mikla fjölgun gesta í Snæfellsjökulsþjóðgarð hefur ekki enn komið fram í auknu rekstrarfé til þjóðgarðsins, segir Jón Björnsson þjóðgarðsvörður í samtali við Morgunblaðið.

Sést dæmi um það á veginum að Djúpalónssandi og bílastæðaaðstöðu við sandinn. Þar skapast oft mikið umferðaröngþveiti vegna þeirra fjölmörgu ökutækja sem þar eiga leið um.

Umhverfisstofnun fer með forræði bílastæðisins en Vegagerðin á veginn að sandinum, að sögn Jóns. Hann segir að bílastæðaaðstaða og vegurinn að Djúpalónssandi hafi lengi verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum. „Þjóðgarðurinn er á föstum fjárlögum og fær því ákveðið fjármagn til framkvæmda og viðhalds á hverju ári. Það hefur hins vegar ekki dugað til í þessu ákveðna máli,“ segir Jón um slæmt ástand bílaaðstöðu við sandinn. Aðstaðan sé nú þegar orðin að vandamáli sem aðeins mun versna ef aðsókn eykst.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir