Lágu niðri vegna bilunar hjá Símanum

Bilunin olli því að síður nokkurra fyrirtækja lágu niðri hjá ...
Bilunin olli því að síður nokkurra fyrirtækja lágu niðri hjá notendum Vodafone. Ljósmynd/Aðsend

Bilun hjá Símanum í gærkvöldi olli því að síður nokkurra fyrirtækja m.a. mbl.is, Reykjavíkurborg og Íslandsbanka lágu niðri hjá Vodafone og unnu sérfræðingar Vodafone nú í morgun að því að greina vandann í burðarneti fyrirtæksins.

„Það varð smá bilun hjá Símanum í gærkvöldi sem olli því að ekki var samtengt rétt, en þetta er komið í lag núna,“ sagði Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Vodafone í samtali við mbl.is.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi Símans, segir vinnu við högunarbreytingu á IP-netinu hafa valdið truflununum.

„Svo virðist sem skipulögð vinna sérfræðinga Símans við högunarbreytingu á IP-netinu hafi haft áhrif á samtengingar neta fjarskiptafélaganna frá klukkan fjögur í nótt. Ekki eru merki um vandamál fyrir þann tíma og var samtengingin lagfærð innan fárra mínútna frá fyrstu ábendingu nú í morgun. Okkur hjá Símanum þykir leitt að heyra af vanda viðskiptavina Vodafone tengt þessari aðgerð,“ er haft eftir Gunnhildi Örnu í yfirlýsingu frá Símanum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir