Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Fjöldi íbúða á landinu öllu sem eru til leigu á ...
Fjöldi íbúða á landinu öllu sem eru til leigu á Airbnb nemur á bilinu 4.500 til 5.000 samkvæmt nýjum tölum sem Seðlabankinn keypti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Þetta kom fram í ritinu Fjármálastöðuleika sem Seðlabankinn gaf út í dag.

Harpa Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöðug­leika hjá Seðlabank­an­um, segir í samtali við mbl.is að gögnin hafi aðeins borist bankanum rétt fyrir útgáfu ritsins og því hafi ekki náðst að fara í mikla greiningarvinnu, en stefnt sé að því að gefa niðurstöður þeirra vinnu út í síðasta lagi í næsta riti Fjármálastöðugleika næsta vor. Þó verði jafnvel horft til að gefa niðurstöðurnar út fyrr gangi vinnan vel.

Nýtingarhlutfall þeirra íbúða sem voru á skrá hjá Airbnb var á skoðunartímabilinu 77%. Harpa segir að hluti íbúðanna séu eignir sem séu aðeins í tímabundinni útleigu en hluti þeirra allt árið. Með þessu megi þó horfa til þess að framboðið á hverjum gefnum tíma sé nálægt þessari tölu, enda séu þeir sem leigi tímabundið ekki að leigja út allir á sama tíma.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir