Kaupir stærstu hvalasýningu Evrópu

Frá Whales of Iceland sýningunni.
Frá Whales of Iceland sýningunni. mbl.is/Golli

Eignarhaldsfélag Special tours hefur keypt Whales of Iceland sem rekur hvalasýningu á Grandanum, og verða fyrirtækin hér eftir rekin sem systurfélög.

Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá félögunum. Special Tours er þjónustu- og markaðsfyrirtæki í ferðaþjónustu sem leggur áherslu á siglingar í afþreyingarskyni allt árið um kring. Félagið gerir út frá Gömlu höfninni í Reykjavík og býður meðal annars upp á hvalaskoðunarferðir, norðurljósaferðir á sjó, lundaskoðunarferðir og sjóstangaveiði. 

Whales of Iceland var opnuð 2015 og er stærsta hvalasýning Evrópu, að því er kemur fram í tilkynningunni. Þar eru meðal annars líkön af hvölum í fullri stærð gagnvirkt sýningarefni. 

Whales of Iceland var að fullu í eigu ITF I, sjóðs í stýringu Landsbréfa. Eftir viðskiptin verður sjóðurinn minnihlutaeigandi í eignarhaldsfélagi Special tours en Eyþór L. Arnalds áfram meirihlutaeigandi í gegnum fjárfestingarfélag sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir