Arðsemi eigin fjár þriðjungi minni

Horft yfir Reykjavík frá Höfðatorgi.
Horft yfir Reykjavík frá Höfðatorgi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arðsemi eigin fjár íslenskra fyrirtækja minnkaði mikið að meðaltali á milli áranna 2016 og 2015, samkvæmt tölum sem Creditinfo hefur tekið saman fyrir ViðskiptaMoggann.

Samkvæmt tölunum, sem unnar voru upp úr ársreikningum rúmlega 31 þúsund fyrirtækja, og að undanskildum þrotabúum föllnu bankanna, minnkaði arðsemi eigin fjár fyrirtækjanna um þriðjung á milli ára, eða úr því að vera 18,1% árið 2015 í 11,8% árið 2016.

Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna lækkaði einnig og fór úr því að vera 7,8 þúsund milljarðar árið 2015 niður í 7,2 þúsund milljarða árið 2016. Sömuleiðis lækkaði meðal eigið fé félaganna úr því að vera 249 milljónir árið 2015 niður í 228 milljónir 2016. Meðaltal eiginfjárhlutfalla félaganna stóð nánast í stað milli ára og var um 44%.

Umfjöllunina í heild sinni má finna í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK