Vilja gagnaver á Akranes

Tveir fjárfestahópar, einn frá Kína og annar frá Þýskalandi, eiga nú í viðræðum við hérlenda aðila um mögulega uppbyggingu gagnavera á Akranesi. Talið er að einkum sé horft til svokallaðrar „námuvinnslu“ rafmynta í gagnaverunum, en það er starfsemi þar sem menn sækjast eftir ódýrri en stöðugri raforku, en ekki sé gerð eins rík krafa um stöðuga gagnatengingu.

Horft er til uppbyggingar á nýju iðnaðarsvæði Akurnesinga, hinu svokallaða Flóasvæði, rétt utan bæjarins, við afleggjarann í átt að Borgarnesi. Hugmyndir um gagnaver eru ekki nýjar af nálinni á Akranesi. Fyrir sjö árum lá fyrir viljayfirlýsing við Akranesbæ um slíka uppbyggingu, en ekkert varð af þeim áformum á þeim tíma.

Nánar er greint frá áformunum í ViðskiptaMogganum í dag. 

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir