Nýtt félag um United Silicon

United Silicon lýsti sig gjaldþrota í gær. Stærsti eigandi og …
United Silicon lýsti sig gjaldþrota í gær. Stærsti eigandi og lánveitandi fyrirtækisins, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Ljósmynd/Víkurfréttir

Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Í tilkynningu bankans til kauphallarinnar kemur fram að Arion er eini kröfuhafinn á fyrsta veðrétti.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður stofnað nýtt félag um eignirnar sem bankinn gengur út frá að eignast við gjaldþrotaskipti United Silicons en félagið lýsti sig gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Um 8 kaupendur hafa sýnt verksmiðjunni áhuga en allt söluferli er á frumstigi. Ef bankanum berst ekki viðunandi tilboð í eignirnar verður reynt að koma verksmiðjunni í gang áður en sala fer fram.

Arion banki átti u.þ.b. 67% í United Silicon þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta en bankinn kom upphaflega inn sem lánveitandi annars vegar og ráðgefandi í fjármögnunarfasa fyrirtækisins hinsvegar en aldrei stóð til að eignast verulegan hlut í fyrirtækinu. Bankinn eignaðist upphaflega hlut í fyrirtækinu eftir að hafa sölutryggt skuldabréfaútboð og keypt síðan það sem ekki seldist.

Í framhaldinu lagði bankinn til viðbótarhlutarfé og eignaðist síðan hægt og rólega meiri hlut í fyrirtækinu eftir því sem rekstur versnaði.

Í tilkynningu Arion banka til kauphallarinnar í gær kemur fram að lán, kröfur og aðrar eignir sem tengjast United Silicon, þar með talið allt hlutafé bankans í félaginu, voru færðar niður um 4,8 milljarða króna í uppgjöri bankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK