CCP hagnaðist um 340 milljónir króna

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hagnaðist um tæplega 3,4 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2017. Upphæðin jafngildir 340 milljónum íslenskra króna. Hagnaður CCP árið á undan var 21,4 milljónir dala (2,2 ma.kr.) en fyrirtækið réðst í mikla endurskipulagningu á síðasta ári. 

Þetta kemur fram í ársuppgjöri CCP sem mbl.is hefur undir höndum. Tekjur fyrirtækisins drógust saman um 14% á milli ára. Tekjurnar námu tæplega 69,6 milljónum dala (7 ma.kr.) árið 2017 samanborið við 81,1 milljón dala (8,2 ma.kr.) árið 2016. 

Samkvæmt uppgjörinu jókst rekstarkostnaður CCP töluvert, úr 53,2 milljónum dala (5,4 ma.kr.) í 71,8 milljónir dala (7,2 ma.kr.) en kostnaðaraukann má að miklu leyti rekja til einskiptiskostnaðar vegna endurskipulagningar. Útgjöld til rannsóknar og þróunar voru 18 milljónir dala árið 2016 en 31,3 milljónir dala á árinu 2017. 

EBITDA var 22 milljónir dala (2,2 ma.kr.) á árinu 2017 samanborið við 38,9 milljónir dala (3,9 ma.kr.) árið 2016. Eiginfjárhlutfall CCP í lok árs 2017 var 58,9%. Þá komu gengisbreytingar til hækkunar á hagnaði fyrir skatta sem nemur 1,9 milljónum dala, eða rúmri 191 milljón króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK