Arctic Adventures kaupir í félagi Vilborgar

Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á helmingshlut í Tindar-travel, útivistar- og ferðaþjónustufyrirtæki Vilborgar Örnu Gissurardóttur.

Tindar-travel hefur staðið fyrir útivistarnámskeiðum fyrir byrjendur og lengra komna ásamt því að bjóða upp á ævintýraferðir bæði á Íslandi og á framandi slóðum, til að mynda í Nepal og á Grænlandi.

Í tilkynningu um kaupin segir að fyrirtækið muni halda áfram á þeirri braut ásamt því að þróa net gönguleiða á Norðurslóðum, en fyrstu gönguleiðirnar verða kynntar með haustinu. Haft er eftir Vilborgu Örnu að með kaupunum verði hægt að gera verkefni sem eru á teikniborðinu að veruleika. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK