Hótelin í tapi úti á landi

Svalir ferðamenn í Reykjavík.
Svalir ferðamenn í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Tap af rekstri hótela úti á landi jókst milli áranna 2016 og 2017. Ein skýringin er að kostnaður jókst umfram tekjur.

Þetta er meðal niðurstaðna greiningar KPMG á hótelmarkaði. Afkomutölurnar miðast við valin hótel á fyrri hluta árs 2016 og 2017, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Alexander G. Eðvardsson, sérfræðingur hjá KPMG, segir komið að tímamótum í íslenskri ferðaþjónustu. Versnandi rekstrarskilyrði muni knýja fram sameiningu fyrirtækja. Það sama muni gerast og í sjávarútvegi eftir innleiðingu kvótakerfisins. Félögum muni fækka. Vegna þessarar þróunar telur Alexander komið að frekari hagræðingu í ferðaþjónustunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK