Afkoma hins opinbera 38,7 milljarðar króna

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg.
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. mbl.is/Jim Smart

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið jákvæð um 38,7 milljarða króna árið 2017 eða 1,5% af landsframleiðslu. Til samanburðar var afkoman jákvæð um 308 milljarða króna árið 2016 og neikvæð um 18,2 milljarða króna árið 2015.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir að tekjur hins opinbera hafi numið um 1.110 milljörðum króna árið 2017. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 43,4% samanborið við 57,8% árið 2016.

Miklar tekjur hins opinbera árið 2016 eru sagðar skýrast að mestu af 384 milljarða króna stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja. Til samanburðar námu tekjur hins opinbera 41,7% af landsframleiðslu árið 2015.

Útgjöld hins opinbera voru 1.070,9 milljarðar króna árið 2017 og drógust þau saman um 3,5% milli ára. Meðtalið í gjöldum hins opinbera árið 2016 er fjármagnstilfærsla ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins upp á 105 milljarð króna. Útgjöld hins opinbera voru 41,9% af landsframleiðslu samanborið við 45,2% árið 2016.

Samkvæmt áætlun út frá greiðslutölum námu peningalegar eignir hins opinbera 42,4% af landsframleiðslu í árslok 2017 meðan áætlað er að heildarskuldir hins opinbera hafi verið 74,0%. Fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna lægra skuldahlutfall. 

Hagstofan hefur gefið Hagtíðindi um fjármál hins opinbera árið 2017

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK