Framselur atkvæðisrétt til Óskabeins

mbl.is/Kristinn Magnússon

Arion banki hefur framselt stóran hluta af atkvæðisrétt sínum í Vátryggingafélagi Íslands til fjárfestingafélagsins Óskabeins sem er einn stærsti hluthafinn í tryggingafélaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.  

Arion banki veitir Óskabeini fullt umboð til þess að fara með atkvæðisrétt sem fylgir 90 milljónum hluta sem jafngilda 4,05% af útgefnu hlutafé á aðalfundi VÍS sem fer fram á fimmtudaginn í næstu viku. 

Framsalið felur í sér að Óskabein fer með rúmlega 135 milljónir atkvæða á fundinum sem jafngilda 6,08% hlut en Arion banki heldur eftir rúmum 25 milljónum atkvæða, eða um 1,13%. Umboðið fellur niður að fundi loknum og atkvæðisréttur gengur aftur til Arion banka. Þá mun bankinn aftur fara með atkvæðisrétt fyrir rúmlega 115 milljónum hluta, eða 5,18%. 

Óska­bein er í eigu Andra Gunn­ars­son­ar, Engil­berts Haf­steins­son­ar, Fann­ars Ólafs­son­ar, Gests Breiðfjörð Gests­son­ar og Sig­urðar Gísla Björns­son­ar og er meðal ann­ars einn stærsti ein­staki eig­andi Vá­trygg­inga­fé­lags Íslands.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir