Facebook snarlækkar vegna gagnalekans

AFP

Hlutabréf í Facebook lækkuðu verulega í verði eftir fréttaflutning af því að Cambridge Ana­lytica hefði nýtt per­sónu­upp­lýs­ing­ar Face­book not­enda til að reyna að fá ókveðna kjós­end­ur til að kjósa Don­ald Trump í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um haustið 2016. 

Um helgina var greint frá því að per­sónu­upp­lýs­ing­ar um 50 millj­óna manna af Face­book hafi verið nýtt­ar, án þeirr­ar vitn­eskju, til að út­búa um­fangs­mik­inn gagna­grunn um banda­ríska kjós­end­ur.

Verð hlutabréfa í samfélagsmiðlinum lækkaði um allt að 5,2% í dag og var verðhækkunin frá áramótum þannig þurrkuð út, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Þetta er mesta lækkun hlutabréfa í Facebook í tvo mánuði. 

Stjórnmálamenn beggja vegna Atlantshafsins hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svari fyrir hneykslið. Þá hefur einnig verið ákall um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að þetta geti komið aftur fyrir. Damian Collins, formaður menningar-, fjölmiðla og íþróttanefndar breska þingsins sagði í dag að tímabært væri að gefa yfirvöldum meiri völd til þess að hafa eftirlit með upplýsingaöryggi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK