Íslandsstofu gert kleift að setja samkeppnishömlur

Haust í Landmannalaugum.
Haust í Landmannalaugum. mbl.is/Árni Sæberg

Frum­varp um breyt­ingu á lög­um um Íslands­stofu sem gef­ur stofn­un­inni und­anþágu frá sam­keppn­is­lög­um hef­ur verið lagt fram á Alþingi. Að mati Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gæti und­anþága þessi gert Íslands­stofu kleift að ákveða sam­keppn­is­höml­ur eða hvetja til sam­keppn­is­hindr­ana. 

Frum­varpið var lagt fram af ut­an­rík­is­ráðherra. Fyrsta umræða hefur farið fram og gekk málið til ut­an­rík­is­nefnd­ar. Í frum­varp­inu eru færð rök fyrir því að gildissvið samkeppnislaga nái ekki til Íslandsstofu þar sem starfsemi stofnunarinnar taki ekki til samninga sem ætlað er að hafa áhrif hér á landi.

„Yrði ákvæðið að lögum væri Íslandsstofu, sem samtök[um] fyrirtækja, heimilt að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana sem bannaðar eru samkvæmt samkeppnislögum. Þá kynni að rísa vafi [um] hvort samráð fyrirtækja á vettvangi Íslandsstofu væri ólögmætt,“ segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins.

Bendir Samkeppniseftirlitið á að engan rökstuðning sé að finna í frumvarpinu fyrir nauðsyn þess að kippa samkeppnisögum úr sambandi að þessu leyti. Þá séu engar skýringar á því hvað slík undanþága felur í sér eða hvað liggi að baki henni.

Mælist Samkeppniseftirlitið alfarið gegn því að starfsemi Íslandsstofu verði undanþegin samkeppnislögum. Enn fremur færir eftirlitið rök fyrir því að ráðagerðin fari í bága við EES-samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK