Skerfur ríkisins af sölu Kaupþings í Arion banka enn í óvissu

Arion banki á Akureyri.
Arion banki á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Enn er óljóst hver hlutur ríkissjóðs verður af sölu Kaupþings á Arion banka, en Kaupþing losaði sig við ríflega 457 milljónir hluta í Arion banka í kjölfar útboðs í liðinni viku.

Hver hlutur ríkissjóðs verður mun ekki koma endanlega í ljós fyrr en Kaupþing losar um þær 654 milljónir bréfa sem félagið á enn í Arion banka. Enn fremur liggur ekki fyrir með hvaða hætti sú umfangsmikla losun á hlutabréfum verður eða hvenær það verður gert.

Afkomuskiptasamningur kveður á um að ríkissjóður fái um þriðjung af söluandvirði bankans sem nemur á bilinu 100-140 milljörðum króna, helming af söluandvirði sem liggi á bilinu 140-160 milljörðum króna og þrjá fjórðunga af söluandvirði því sem liggja mun yfir 160 milljörðum króna.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir