Íslenskar snyrtivörur eftirsóttar

Nokkuð hefur verið um það að ferðamenn, einkum kínverskir, kaupi snyrtivörur á Íslandi í miklum mæli. Þetta staðfestir Brynjar Ingólfsson, rekstrarstjóri innkaupa- og markaðssviðs Hagkaupa. „Það er ekkert óalgengt að einstaka asískar konur séu að versla snyrtivörur fyrir 150 til 300 þúsund krónur,“ segir Brynjar.

Hann nefnir að Sóley og Taramar seljist ágætlega en segir flesta ferðamennina fylla körfurnar af Bioeffect. Vörurnar eru vinsælar í Asíu og töluvert dýrari þar en hér.

Brynja Magnúsdóttir, sölustjóri Bioeffect, segir að snyrtivörurnar séu vel markaðssettar í Kína. „Við erum komin á fjöldamarkað út um allan heim. Við erum að sjá svipað gerast í Danmörku, Asíu og Kanada til dæmis.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK