Google sektað um 540 milljarða

Google var sektað í dag fyrir að gefa eigin hugbúnaði …
Google var sektað í dag fyrir að gefa eigin hugbúnaði ósanngjarnt forskot. AFP

Fyrirtækið Google var í dag sektað af samkeppniseftirliti Evrópusambandsins og hljóðar sektin upp á 4,34 milljarða evra eða rúmlega 540 milljarða íslenskra króna, sem er nýtt met frá því í fyrra þegar fyrirtækið var sektað um 2,4 milljarða evra eða tæplega 300 milljarða íslenskra króna.

Google er sagt hafa brotið gegn samkeppnislögum með því að skilyrða notkun hugbúnaðar fyrirtækisins þegar Android-stýrikerfi fyrirtækisins eru notuð. Þá er Google sagt skapa ósanngjarna samkeppnisstöðu annarra hugbúnaðarframleiðenda.

Fram kemur í umfjöllun New York Times að Google hafi í samningum við framleiðendur farsíma ekki bara veitt þeim afnotarétt af Android-stýrikerfi sínu, heldur einnig skilyrt notkun hugbúnaðar Google eins og Chrome-vafrans. Samningar Google af þessu tagi ná til fleiri stórra framleiðenda svo sem Samsung, Huawei og HTC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK