Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

Steffano Stoppani, forstjóri Creditinfo Group.
Steffano Stoppani, forstjóri Creditinfo Group. mbl.is/Valgarður Gíslason

Lánshæfismatsfyrirtækið Creditinfo hefur vaxið mikið undanfarin ár, en fyrirtækið rekur 25 lánshæfismatsstofnanir í fjórum heimsálfum.

Velta fyrirtækisins á fyrri helmingi þessa árs var 2,3 milljarðar króna og EBTIDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam 359,5 milljónum á sama tímabili. Áætluð veltuaukning fyrirtækisins á árinu er 22% og áætluð EBITDA-aukning 227%.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Steffano Stoppani, forstjóri Creditinfo Group, spennandi tíma fram undan fyrir fyrirtæki sem vinna með gögn í kjölfar aukins aðgengis, og að tækifæri séu til að láta fleiri hópa þjóðfélagsins njóta góðs af. Aldamótakynslóðin, fólk fætt eftir árið 1992, sem oft hefur ekki stöðuga vinnu og tekjur, er dæmi um einn slíkan hóp í Evrópu sem hefur átt í erfiðleikum með að útvega sér lánsfé. Gæti staða þeirrar kynslóðar horft til bóta.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir