2,3 milljarða króna gjaldþrot KNH

Mynd úr safni frá framkvæmdum KNH ehf. við Suðurstrandarveg.
Mynd úr safni frá framkvæmdum KNH ehf. við Suðurstrandarveg. mbl.is/Rax

Aðeins 60 milljónir fengust upp í 2,3 milljarða kr. kröfur á vestfirska verktakafyrirtækið KNH sem hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið hóf rekstur árið 1995 og kom að mörgum stórum verkefnum, svo sem vegagerð hjá Vegagerðinni, Korputorgi og turninum á Smáratorgi.

Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar 2012. Í frétt mbl.is frá 16. janúar 2012 kemur fram að stjórnendur félagsins segðust þá hafa leitað leiða til að endurskipuleggja rekstur félagsins, en róðurinn hafi verið þeim þungur eftir efnahagshrunið 2008.

Þegar mest lét störfuðu hundrað manns hjá KNH en starfsmennirnir voru 40 sem sagt var upp í nóvember 2011. Stærsti verkkaupi félagsins var Vegagerðin en KNH lagði alls 246 kílómetra af vegum um allt land, þar af 226 kílómetra með bundnu slitlagi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK