Breytingar á kjarnastarfsemi Kynnisferða

Sigurður Steindórsson, Halldóra Gyða Matthíasdóttir og Engilbert Hafsteinsson eru rekstrarstjórar …
Sigurður Steindórsson, Halldóra Gyða Matthíasdóttir og Engilbert Hafsteinsson eru rekstrarstjórar nýrra sviða hjá Kynnisferðum. Ljósmynd/Aðsend

Nýtt skipurit hefur verið innleitt hjá Kynnisferðum og snúa breytingarnar einkum að kjarnastarfsemi Kynnisferða sem felst í rekstri ferðaskrifstofu og hópbifreiða en það er um 70% af veltu félagsins. Kynnisferðir sinna einnig rekstri strætisvagna og bílaleigunnar Enterprise Rent-A-Car.

„Tilgangur þessara breytinga er að ná meiri samfellu í þjónustu við viðskiptavini okkar og efla hana enn frekar ásamt því að auka tekjur félagsins og stuðla að hagkvæmni í rekstri bílaflota,“ er haft eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Kynnisferða, í tilkynningu.

Rekstrarstjórar nýju sviðanna eru Engilbert Hafsteinsson, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, rekstrarstjóri þjónustu og reksturs ferða, og Sigurður Steindórsson, rekstrarstjóri flotasviðs.

Engilbert Hafsteinsson hefur störf hjá Kynnisferðum 1. september. Engilbert hefur starfað hjá WOW Air frá 2013 nú síðast sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Halldóra Gyða Matthíasdóttir hefur starfað hjá Kynnisferðum frá því mars 2017 sem rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs. Sigurður Steindórsson hefur starfað hjá SBK frá 1992 en Kynnisferðir keyptu félagið 2006 og síðastliðið haust rann rekstur þess saman við Kynnisferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK