Yfirvöld rannsaka ummæli Musk

Tesla.
Tesla. AFP

Forsvarsmenn Tesla hafa staðfest að bandaríska dómsmálaráðuneytið sé nú með til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, tilkynnti mjög óvænt í síðasta mánuði að hann hefði ákveðið að taka fyrirtækið af markaði, sem hann hætti svo við.

Ummælin umdeildu birtust í færslu sem Musk birti á Twitter í 7. ágúst.

Verð á hlutabréfum í Tesla féllu um 3,35% eftir að orðrómur komst á kreik á fyrirtækið myndi sæta opinberri rannsókn. Fyrirtækið birti síðan færslu þar sem kom fram að fyrirtækið myndi ekki fara af markaði.

Forsvarsmenn Tesla segjast vera sannfærðir um að málið muni leysast fljótt og verði unnið í samvinnu við bandaríska dómsmálaráðuneytið. 

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Tesla segir að ráðuneytið hefði sent beiðni um að fá afhend skjöl frá fyrirtækinu og unnið sé að því að koma þeim gögnum á framfæri. Tekið er fram að fyrirtækið hafi ekki verið ákært, forsvarsmenn þess hafi ekki verið beðnir um að koma í skýrslutökur eða annað slíkt ferli farið í gang. 

Fyrr í þessum mánuði var höfðað mál gegn fyrirtækinu þar sem Musk er m.a. sakaður um að reyna bregða fæti fyrir skortsala með því að segja ósatt í Twitter-færslu að búið væri að tryggja fjármagn svo hægt væri að afskrá fyrirtækið.

Það kom mörgum mjög á óvart þegar Musk birti færslu 7. ágúst þar sem hann hefði „tryggt fjármögnun“ afskráningar fyrir 420 dali á hlut. Það leiddi til þess að hlutabréfaverð hækkaði. Skortsalar veðja á að hlutabréfaverð lækki og var tilkynningin því talsvert högg fyrir þá. 

Venjan er sú að áður en slík ákvörðun, að taka svo stórt fyrirtæki af markaði, yrði tekin, þá er málið útskýrt ítarlega fyrir eftirlitsaðilum. Eftirlitsaðilar á bandaríska hlutabréfamarkaðinum vinna einnig að því að skoða hvað gerðist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK