Vaxtahækkunin kom ekki alfarið á óvart

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti sína um 0,25 prósentur og verða meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,5%.

Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir í samtali við ViðskiptaMoggann að vaxtahækkunin hafi ekki alfarið komið á óvart eins og hann orðar það. Greiningardeild Arion banka segir í Markaðspunktum sínum að ákvörðunin sé í takt við væntingar.

Jón Bjarki segir að Seðlabankinn hafi þó greinilega áhyggjur af vaxandi verðbólguhorfum og – væntingum. „Þeir eru þó ekki fram úr hófi harðir í sínum tóni. Eins og Seðlabankastjóri benti á á kynningarfundi vegna ákvörðunarinnnar, þá er peningastefnunefndin í hlutlausum gír, og ætlar að láta frekari vaxtaákvarðanir ráðast á næstu mánuðum, í ljósi þróunar á verðbólguvæntingum og efnahagshorfum.“

Á kynningarfundinum komu komandi kjaraviðræður nokkuð við sögu, og segir Jón Bjarki að gagnlegt hefði verið að fá fráviksspá frá bankanum sem gerði ráð fyrir kjarasamningum með miklum launahækkunum og mikilli aðkomu ríkissjóðs.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag. 

Peningamál Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti sína um 0,25 prósentur og verða meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,5%.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK