Áfengi Costco komið í verslanir Vínbúðarinnar

Costco er nú einn þeirra birgja sem selja í Vínbúðinni.
Costco er nú einn þeirra birgja sem selja í Vínbúðinni.

„Þeir hafa leyfi til að sækja um vörur eins og hver annar birgir,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess að verslunarrisinn Costco hefur nú fengið leyfi til að selja áfengi undir merki sínu Kirkland Signature í verslunum Vínbúðarinnar.

Komu nokkrar tegundir í sölu í byrjun þessa mánaðar og er von á fleiri vörum á næstunni.

Alls má nú finna sex tegundir af Kirkland-víni í Vínbúðunum. Er um að ræða kampavín, freyðivín, margarítablöndu, hvítvín, rauðvín og romm, en vínið kemur frá Frakklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Spáni. „Þessar vörur eru nú þegar komnar í sölu og svo eru einhverjar tvær til þrjár tegundir til viðbótar sem eru í ferli,“ segir Sigrún Ósk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK