Yfir 12% lækkun

Hlutabréf Icelandair halda áfram að lækka í verði í kauphöllinni og nemur lækkunin nú rúmum 12%. Alls hafa viðskipti verið með bréf félagsins fyrir 233 milljónir króna og voru síðustu viðskipti á genginu 9,80. Verð hlutabréfa Icelandair hefur hæst farið í 16,55 krónur í ár en lægst 6,53 krónur.

Miðað við síðustu viðskipti er markaðsvirði Icelandair 49 milljarðar króna. Frá áramótum hefur markaðsvirði Icelandair lækkað um 24,15 milljarða króna en frá því gær hafa þurrkast út 6,7 milljarðar króna.

OMXI8-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 2,93% það sem af er degi en ekkert félag hefur hækkað í verði það sem af er viðskiptum dagsins.

Bréf Arion banka hafa lækkað um 3,53% og HB Granda um 4,23%. Festar um 6,47% og Regins um 4,22%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK