Hljóðbækur vinsælli en rafbækur

Fleiri Íslendingar þekkja til hljóðbóka en rafbóka, og fleiri hlusta ...
Fleiri Íslendingar þekkja til hljóðbóka en rafbóka, og fleiri hlusta á hljóðbækur á Íslandi en lesa rafbækur. Eggert Jóhannesson

Fleiri Íslendingar þekkja til hljóðbóka en rafbóka, og fleiri hlusta á hljóðbækur á Íslandi en lesa rafbækur. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem hljóðbókafyrirtækið Storytel gerði hér á landi nýverið. „Þetta er kúvending frá því sem áður var. Reyndar er þetta sama þróun og víða erlendis, en það sem er sérstaklega merkilegt er að hljóðbækur voru ekki gefnar út í neinu magni fyrr en nú á þessu ári,“ segir Stefán Hjörleifsson landsstjóri Storytel á Íslandi.

Hann segir að nú stefni í að fyrirtækið nái markmiði sínu um að gefa út 200 bækur á þessu ári, og stefnt sé á 50% aukningu á næsta ári, eða 300 bækur. Stefán segir að Storytel á Íslandi hafi þá sérstöðu að fyrirtækið framleiði sjálft meira en 90% allra íslenskra bóka sem það býður upp á í áskriftarveitu sinni, en hann bindur vonir við að fleiri aðilar fari að framleiða hljóðbækur og bjóða upp á þær í kerfum Storytel. Á hann þar við bæði bókaútgefendur hérlenda, sem og einstaklinga og aðra.

Í fyrrnefndri könnun kom í ljós sterk staða Storytel á markaðnum, þrátt fyrir ungan aldur. „Fleiri Íslendingar þekkja og nota Storytel en Audible, sem þó er yfir 20 ára gamalt fyrirbæri,“ segir Stefán, en Audible er í eigu Amazon netverslunarrisans.

Sjá fréttina í heild sinni í viðskiptaMogganum í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir