Óljóst hvort verður af afhendingu véla

TF-BIG á flugvellinum í Toulouse. Í október veitti WOW air ...
TF-BIG á flugvellinum í Toulouse. Í október veitti WOW air þá skýringu að mistök hefðu verið gerð í málningarvinnunni. Ljósmynd/Lars Hentschel

Ekki liggur ljóst fyrir hvað verður um þær fjórar breiðþotur af gerðinni Airbus a330-900neo sem WOW air samdi um að taka í flota sinn á síðasta ári. Leigusalinn er sama fyrirtæki og WOW air upplýsti að það hefði skilað tveimur breiðþotum í liðinni viku.

Upphaflega var stefnt að því að fyrstu tvær þoturnar yrðu teknar í gagnið í ár en nú virðist ljóst að ekki verði af afhendingunni í ár. Þá fást ekki skýr svör frá félaginu um hvort og þá hvenær vélarnar komist í notkun. Það eina sem félagið gefur upp er að endurskoðun standi nú yfir á flugvélaflota þess og að meðan á þeirri vinnu standi verði frekari upplýsingar ekki veittar.

Nokkra athygli hefur vakið að fyrstu tvær vélarnar, sem bera áttu einkennisstafina TF-BIG og TF-MOG hafa nú þegar verið málaðar í hinum auðþekkjanlega einkennislit félagsins, fjólubláum. Nýlegar myndir sem náðust af fyrri vélinni, sem máluð var í apríl sl., sýna þó að málningin var skafin að nýju af skrokki vélarinnar. Í október veittu forsvarsmenn WOW air þær skýringar á útliti vélarinnar að mistök hefðu verið gerð í málningarvinnunni hjá Airbus. Félagið vill hins vegar ekki svara því hvort vélin hafi verið máluð að nýju, að því er fram kemur í umfjöllun um  málefni WOW  í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir