Ráðinn hönnunarstjóri hjá Brandenburg

Dóri Andrésson, hönnunarstjóri hjá Brandenburg.
Dóri Andrésson, hönnunarstjóri hjá Brandenburg. Ljósmynd/Aðsend

Dóri Andrésson hefur verið ráðinn sem hönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg.

Dóri útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2010, en meðfram námi vann hann hjá Vinnustofu Atla Hilmarssonar. Frá útskrift og til ársins 2018 var hann hjá Íslensku auglýsingastofunni, þar sem hann starfaði þvert yfir stofuna, seinustu árin sem aðstoðarhönnunarstjóri, að því er kemur fram í tilkynningu.

Meðal fyrirtækja sem Dóri hefur unnið fyrir eru Icelandair, Inspired by Iceland, Air Iceland Connect, Smáralind, Landsbókasafn Íslands, Kron Kron, Agent Fresco og Cintamani.

Verkefni sem Dóri hefur komið að hafa hlotið fjölda FÍT- og ÍMARK-verðlauna og viðurkenninga í fjölbreyttum flokkum, m.a. fyrir auglýsingar, mörkun og myndskreytingar ásamt því að hafa komist í úrslit í European Design Awards. Þá hafa verk hans ásamt viðtölum birst bæði í innlendum og erlendum fagtímaritum og bókum. Dóri hefur setið í dómnefnd FÍT og tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis.

„Það eru mörg krefjandi verkefni fram undan og því mikilvægt að hafa rétt fólk í öllum stöðum. Seinustu tvö árin höfum við verið valin auglýsingastofa ársins af ÍMARK og er ráðning Dóra liður í að efla hóp stofunnar enn frekar. Dóri hefur strax komið sterkur inn í hugmynda- og hönnunarvinnu fyrir marga af okkar stærstu viðskiptavinum, svo það er mikill happafengur að hafa fengið hann til liðs við okkur,“ segir Hrafn Gunnarsson, hönnunarstjóri og einn eigenda stofunnar, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK