Fjárhagsvandi Íslandspósts þegar greindur

Umfangsmikil greining á alþjónustuskyldum íslenska ríkisins, sem kveðið er á …
Umfangsmikil greining á alþjónustuskyldum íslenska ríkisins, sem kveðið er á um í lögum og sinnt er af Íslandspósti, var gerð af ráðgjafarfyrirtækinu Copenhagen Economics í byrjun þessa árs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnendur Íslandspóst segja það ekki rétt að ekki liggi fyrir í hverju vandi Íslandspósts felst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti í tengslum við frumvarp til fjáraukalaga.

Fjár­laga­nefnd Alþing­is af­greiddi breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar á fundi sín­um fyrr í mánuðinum um að rík­is­sjóður fái heim­ild til að veita Ísland­s­pósti einn og hálf­an millj­arð króna til að mæta fjár­hags­vanda fyr­ir­tæk­is­ins.

Í tilkynningunni segir að það sé ekki rétt, sem fram hefur komið í fréttum, að engin greining liggi fyrir á rótum fjárhagsvanda Íslandspósts. „Umfangsmikil greining á alþjónustuskyldum íslenska ríkisins, sem kveðið er á um í lögum og sinnt er af Íslandspósti, var gerð af ráðgjafarfyrirtækinu Copenhagen Economics í byrjun þessa árs, 2018. Í greiningunni kemur fram að það sé sá mikli kostnaður, sem fyrirtækið ber vegna alþjónustuskyldunnar og hefur verið ófjármagnaður undanfarin ár, sem leitt hefur til þess fjárhagsvanda sem Íslandspóstur stendur nú frammi fyrir,“ segir í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að það sé sjálfsögð krafa að strangt eftirlit og aðhald sé haft með fyrirtækjum í eigu ríkisins en það er ekki rétt að ekki liggi fyrir í hverju vandi Íslandspósts felst. „Það er hins vegar ekki endanlega ljóst hvernig fyrirhugað er að taka á honum.“

Stjórnendur Íslandspóst segja það eðlilegt að spurt sé hvort fyrirtækið hafi ekki leitað allra mögulegra leiða til að vinna á vandanum áður en leitað var til ríkissjóðs. „Staðreyndin er sú að gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr kostnaði og auka hagkvæmni í rekstri Íslandspósts,“ segir í tilkynningu. Aðhaldsaðgerðirnar hafa skilað 1,6 milljarði króna í sparnað árlega og leitað verður áfram allra leiða til að hagræða í rekstrinum.  

Fréttatilkynningu Íslandspósts í heild sinni má lesa hér að neðan:

Vegna umfjöllunar um Íslandspóst í tengslum við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2019 vill Íslandspóstur koma eftirfarandi á framfæri:

Það er ekki rétt, sem fram hefur komið í fréttum að engin greining liggi fyrir á rótum fjárhagsvanda Íslandspósts. Umfangsmikil greining á alþjónustuskyldum íslenska ríkisins, sem kveðið er á um í lögum og sinnt er af Íslandspósti, var gerð af ráðgjafarfyrirtækinu Copenhagen Economics í byrjun þessa árs, 2018. Í greiningunni kemur fram að það sé sá mikli kostnaður, sem fyrirtækið ber vegna alþjónustuskyldunnar og hefur verið ófjármagnaður undanfarin ár, sem leitt hefur til þess fjárhagsvanda sem Íslandspóstur stendur nú frammi fyrir. Í greiningarskýrslu Copenhagen Economics er bent á fjórar leiðir sem stjórnvöld geta farið til að bregðast við og draga úr íþyngjandi áhrifum alþjónustuskyldunnar á opinbert póstfyrirtæki:  1) fara í sérstök opinber innkaup á póstþjónustu, 2) takmarka alþjónustuskylduna, 3) opna fyrir aukinn sveigjanleika í verðlagningu póstþjónustu og 4) veita beint fjárframlag vegna alþjónustubyrðinnar.

Það er sjálfsögð krafa að strangt eftirlit og aðhald sé haft með fyrirtækjum í eigu ríkisins en það er ekki rétt að ekki liggi fyrir í hverju vandi Íslandspósts felst. Það er hins vegar ekki endanlega ljóst hvernig fyrirhugað er að taka á honum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 er veitt heimild til að leggja Íslandspósti til aukið fé, allt að 1.500 millj. kr., til að bregðast við fjárhagsvandanum. Það er eðlilegt að spurt sé hvort fyrirtækið hafi ekki leitað allra mögulegra leiða til að vinna á vandanum áður en gripið var til þessa ráðs. Staðreyndin er sú að gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr kostnaði og auka hagkvæmni í rekstri Íslandspósts. Nefna má breytingar á regluverki póstþjónustu sem leitt hefur til lægri kostnaðar og hins vegar aðgerðir sem félagið hefur sjálft ákvörðunarvald til að framkvæma og tengjast framkvæmd og vinnslu póstdreifingarinnar. Um leið hefur þess verið gætt að fyrirtækið standi undir þeirri þjónustu sem stjórnvöld gera kröfur um að haldið sé úti, ekki síst við hinar dreifðu byggðir.

Alls hafa þær aðhaldsgerðir sem Íslandspóstur hefur gripið til á síðastliðnum tíu árum skilað 1,6 milljarði króna í sparnað árlega. Áfram verður leitað allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Jafnframt hefur verið leitað leiða til að auka magn sendinga í kerfum félagsins, til að lækka einingarkostnað þjónustu sem telst til svokallaðrar alþjónustu. Stórar ákvarðanir um breytingar á þjónustustigi Íslandspósts sem gætu leitt til mikils sparnaðar eru að mestum hluta utan valdsviðs fyrirtækisins. Það er undir stjórnvöldum og Alþingi komið að ákveða hversu mikilli þjónustu, sem stendur ekki undir sér í dag, skuli haldið úti og hvernig fjármögnun þeirrar þjónustu skuli háttað.

Vandi póstþjónustunnar er ekki nýr af nálinni, hvorki hér á landi né hjá öðrum vestrænum póstfyrirtækjum. Stjórn og stjórnendur Íslandspósts hafa um langt skeið vakið athygli á þessum vanda, m.a. í ársreikningum og ársskýrslum fyrirtækisins, með kynningum á aðalfundum síðastliðinn áratug og á málþingum og fjölmörgum fundum með stjórnvöldum. Þá hefur verið kallað eftir að opnað verði á leiðir til að fjármagna þá alþjónustu sem ekki stendur undir sér, líkt og gert hefur verið í flestum Evrópuríkjum á undanförnum árum. Með minnkandi bréfamagni, illsveigjanlegum þjónustuskyldum og óhagstæðum alþjóðasamningum hefur verið lögð kostnaðarleg byrði á Íslandspóst sem ekkert fyrirtæki getur staðið undir til lengdar án þess að því séu tryggðar tekjur á móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK