Óvissa um framhald Toys R' Us á Íslandi

Danskt móðurfélag Toys R' Us á Íslandi er gjaldþrota. Ekki …
Danskt móðurfélag Toys R' Us á Íslandi er gjaldþrota. Ekki er víst hvert framhaldið verður hér á landi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að loka þremur verslunum sem rekin eru undir merkjum leikfangarisans í Kringlunni, Smáratorgi og á Akureyri. AFP

„Þetta er á byrjunarstigi og við vitum ekki alveg hvað verður,“ segir Sigurður Þorgeir Jónsson, verslunarstjóri Toys R‘ Us á Smáratorgi, en móðurfélag Toys R‘ Us á Íslandi, danska félagið Top Toy, lýsti sig gjaldþrota fyrr í dag.

Sigurður Þorgeir segir að verslunarstjórar leikfangabúðanna þriggja sem reknar eru undir merkjum Toys R‘ Us hérlendis hafi upplýst starfsfólk sitt um stöðuna en verslanirnar verða opnar áfram þangað til annað verður ákveðið.

Í tilkynningu Per Sigvardsson, forstjóra Top Toy, fyrr í dag kom fram að lánadrottnar Top Toy hafi tekið yfir rekstur félagsins og markmið þeirra sé að losa eins mikið af eignum og kostur er á.

„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka búðunum á Íslandi,“ segir Sigurður Þorgeir og bætir við að beðið sé frekari upplýsinga um framhaldið að utan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK