Græn skuldabréf fyrir 3,5 milljarða

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. Árni Sæberg

Orkuveita Reykjavíkur (OR) gaf fyrr í mánuðinum út svokölluð „græn skuldabréf“ í fyrsta skipti. Þetta var jafnframt fyrsta opna útboðið á grænum skuldabréfum hér á landi og var eftirspurn meiri en OR hefur áður merkt í skuldabréfaútboðum sínum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá OR. 

Heildartilboð voru samtals 6.258 m. kr. á bilinu 2,50% - 2,70%. Tilboðum að fjárhæð 3.528 m. kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,60%.

Með útgáfu grænna skuldabréfa skuldbindur fyrirtækið sig til að nýta fjármunina sem þannig er aflað einvörðungu í verkefni sem hafa jákvæð umhverfis- og loftslagsáhrif.

„Útgáfan fylgir alþjóðlega GBP (Green Bond Principles) staðlinum og markar stórt skref í að samþætta fjármögnun, samfélagsábyrgð og sameiginlega baráttu í umhverfis- og loftslagsmálum. Í óháðri umsögn um útgáfuna fengu bréfin hæstu einkunn hvort tveggja fyrir verkefnin sem fjármagna á með þessum hætti og stjórn[ar]hætti í kringum útgáfuna,“ segir í fréttatilkynningu.

Nánar hér

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir