Milljarðar króna líklega í súginn

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans. Kristinn Magnússon

Orri Hauksson forstjóri Símans segir í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann að milljarðar króna eigi líklegast enn eftir að fara í súginn vegna tvíverknaðar í ljósleiðaravæðingu landsins. „Gríðarlegur sparnaður yrði ef Míla þyrfti ekki að endurgrafa fyrir ljósleiðurum alls staðar þar sem búið er að leggja pípur. Endurgröfturinn sem er framundan mun kosta marga milljarða, sem endar á neytandanum, auk þess sem tilgangslaust rask, umhverfissóun og svifryk nýtist engum landsmanni. Það er sóun sem hægt er að koma í veg fyrir. Ég hef rætt þetta við stjórnmálamenn úr öllum flokkum, sem sýna málinu skilning, en í borgarkerfinu bendir hver á annan.“

Orri segir að samgönguráðherra sé nú með frumvarp í undirbúningi um innleiðingu á tilskipun frá ESB, sem vonandi muni spara mörg hundruð milljónir á ári. Orri segir að ef innleiðing tilskipunarinnar tekst vel þá verði borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur, sem lagt hefur ljósleiðara að 90 þúsund heimilum, að opna sína innviði fyrir öðrum fyrirtækjum, rétt eins og öll önnur opinber fyrirtæki á Íslandi hafi þegar gert, sem og Míla, að sögn Orra.

„Samningur sem gerður var í fyrra kveður á um ákveðið samstarf við framkvæmdir, til að lækka kostnað. Það var framfaraskref. Í gömlum hverfum sem verið er að ljósleiðaravæða sameinast Gagnaveitan og Míla þannig um dýrustu framkvæmdina, gröftinn fyrir lögnunum.“

Orri segir að GR sé búin að leggja ljósleiðara að stórum hluta heimila suðvesturhornsins. Míla sé ekki komin eins langt, þótt vel gangi, að hans sögn, og með mun hagstæðari hætti en í tilfelli hins opinbera fyrirtækis GR, þar sem Míla á mikla innviði fyrir.

„Hins vegar eru sennilega tugþúsundir heimila sem Míla myndi ekki leggja að, ef borgarfyrirtækið Gagnaveitan tæki sig til og seldi opinn aðgang að heimtaugum sínum, eins og öll önnur fyrirtæki gera.“

Lestu viðtalið í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK